Gæðamál
Parlogis er vottað af BSI samkvæmt ISO 9001 staðlinum. Parlogis leggur mikla áherslu á gæðstjórnun og stöðuga þróun gæðakerfis. Áhersla er á skráða verkferla í gæðahandbók, þjálfun starfsmanna og vinnubrögð á öllum sviðum. Fyrirtækið byggir reglulegt gæðaeftirlit og gæðakröfur á GMP og GDP kröfum Evrópusambandsins (Good Distributions Practice).

Erlendir lyfjaframleiðendur gera reglulega úttekt á vinnuferlum fyrirtækisins, en jafnframt framkvæmir Parlogis reglulega innri úttektir á eigin verkferlunum og verkferlum samstarfsaðila.