Lausnir

Parlogis sér um víðtæka vörustjórnun fyrir fjölmörg markaðsfyrirtæki í heilbrigðisgeiranum og leitast við að sníða lausnir vörustjórnunar að ósk viðskiptavina hverju sinni. Allir viðskiptavinir Parlogis nýta sér dreifingarþjónustuna auk þess sem Parlogis tekur pantanir, skrifar út reikninga og innheimtir í öllum tilvikum fyrir vörusölu. Fjölmörg fyrirtæki kjósa einnig að fá ráðgjöf í birgðarstýringu og láta Parlogis jafnvel alfarið sjá um birgðarstýringu, innflutning og tollafgreiðslu.
Með því að nýta sér þjónustu Parlogis í vörustjórnun til fulls geta markaðsfyrirtækin lagt áherslu á sérfræðiþjónustu innan heilbrigðisgeirans, ráðgjöf til viðskiptavina og markaðssetningu.
Fyrirtæki sem vilja leggja áherslu á faglega þjónustu við viðskiptavini, markaðs-og kynningarstarf geta þannig úthýst vörustjórnun, allt frá innkaupum til sölu og innheimtu til Parlogis.
Þær lausnir sem markaðsfyrirtækin geta valið úr eru m.a.: Birgðarstýring, innkaup, tollafgreiðsla, vörumóttaka, geymsla, móttaka pantana, dreifing og innheimta reikninga. Auk þess eru í boði ýmsar sérlausnir s.s. merkingar, dreifing á bæklingum, bókhalds-og tölvuþjónusta. Allir viðskiptavinir Parlogis geta fengið beinan aðgang að söluupplýsingum og þannig fylgst jafnóðum með sölu og birgðarstöðu á eigin vörum.