Uppruni Parlogis

Parlogis á sér uppruna annarsvegar í Lyfjadreifingu sem var stofnuð árið 1995 og hins vegar í dreifingardeild Lyfjaverslunar Íslands.  Dreifingardeild Lyfjaverslunar og Lyfjadreifing sameinuðust í upphafi árs 2002 undir nafni Lyfjadreifingar og voru á þeim tíma eitt af dótturfyrirtækjum Lífs hf. Í ársbyrjun 2004 varð Lyfjadreifing mun sjálfstæðara félag en áður, með eigin stjórn og verulegum aðskilnaði frá rekstri Lífs hf og skapaði það sjálfstæði grunn að núverandi starfsemi.

Nafni Lyfjadreifingar var breytt árið 2005 í Parlogis enda þótti nafnið ekki nógu lýsandi fyrir starfsemi fyrirtækisins, sem býður alhliða þjónustu við vörustjórnun innan heilbrigðis-og heilsuvörugeirans. Nafnið Parlogis er dregið af setningunni Partner in logistics, sem lýsir vel hlutverki fyrirtækisins. Parlogis er sjálfstætt starfandi vörustjórnunarfyrirtæki og leggja starfsmenn fyrirtækisins mikla áherslu á metnaðarfull vinnubrögð með afburðarþjónustu, áreiðanleika og hagkvæmni fyrir viðskiptavini í huga. Parlogis er nú að fullu í eigu Lyfjaþjónustunnar ehf.