Þjónusta

Parlogis er sjálfstætt starfandi þjónustufyrirtæki, sem sérhæfir sig í vörustjórnun fyrir framleiðendur og umboðsaðila sem vilja leggja áherslu á sölu-og markaðsstarf en úthýsa daglegri vörustjórnun.  

Hlutverk Parlogis er að leysa flókna aðfangakeðju viðskiptavina sinna með víðtækri vörustjórnun og gera þeim þannig kleift að einbeita sér að markaðsmálum og faglegri aðstoð við viðskiptavini innan heilbrigðisgeirans.

 

Þjónustuáætlun

 • Tekið er á móti pöntunum Mánudaga – fimmtudaga 08:00 – 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:00. Netfang þjónustuvers er pantanir@parlogis.is. Beinn sími: 590-0210.  
 • Pantanir sem koma í hús fyrir kl.12:00, berast viðskiptavinum næsta virka dag nema um annað hafi verið sérstaklega samið
 • Í boði er hraðþjónusta, þar sem stefnt er að afhendingu vöru innan 2.-3. klst. frá pöntun til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu.
 • Sambærileg hraðþjónusta fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni byggir á afhendingu með næsta flugi, rútu eða flutningabíl.
 • Boðið er upp á afgreiðslu mjög áríðandi pantana frá 11:00-13:00 á laugardögum. Sími 824-6200. 
 • Aðeins er tekið við endursendum fyrndum lyfjum frá ákveðnum lyfjabirgjum, sbr. sérstakan lista þess efnis frá Parlogis. 
 • Frekari upplýsingar má finna í endursendingareglum Parlogis.
 • Vara sem einhverra hluta vegna er ekki til við pöntun er send til viðskiptavinar með næstu sendingu eftir að hún kemur á lager, án þess að sérstök pöntun sé gerð nema óskir séu um annað.

Neyðarþjónusta

Neyðarsími Parlogis vegna lyfja og hjúkrunarvara er í síma 824-6200

Gjald vegna útkalls starfsmanns er samkvæmt gjaldskrá Parlogis.

Ef ekki næst í starfsmann á neyðarvakt, er hægt að hafa samband við neðangreinda starfsmenn, sem munu leitast við að liðsinna viðskiptavinum.

 • Birta Ólafsdóttir (Sími: 824-6237)
 • Björn Ingi Rafnsson (Sími: 824-6213)
 • Dagný Erla Gunnarsdóttir (Sími: 824-6258)
 • Geir Gunnlaugsson (Sími: 824-6208)
 • Magnús Sólbjörnsson (Sími: 8246216)
 • Sigríður María Reykdal (Sími: 824-6202)
 • Soffía Magnúsdóttir (Sími: 824-6205
 • Sunna Dögg Arnardóttir (Sími: 8247260)
 • Sævar Hjálmarsson (Sími: 824-6212)