Um Parlogis

Meginhlutverk Parlogis er að þjónusta fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum með víðtækri vörustjórnun. Parlogis dreifir daglega í heilbrigðisstofnanir og apótek vörum fyrir fjölmörg markaðsfyrirtæki sem sérhæfa sig í markaðssetningu á lyfjum, hjúkrunar-og rannsóknarvörum, snyrtivörum og öðrum heilsutengdum vörum. 

Parlogis sér um að taka á móti pöntunum frá viðskiptavinum, dreifa til þeirra og innheimta fyrir seldar vörur. Parlogis býður auk þess upp á aðstoð við birgðastýringu og innflutning fyrir þau markaðsfyrirtæki sem vilja nýta sér þjónustu Parlogis við vörustjórnun til fulls.

Markmið Parlogis er að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu á sviði vörustjórnunar og hámarka þannig arðsemi viðskiptavina. Mikil hagræðing er fólgin í því fyrir bæði kaupendur og seljendur varanna að nýta þétt dreifikerfi fyrirtækisins og sérþekkingu í birgðarstýringu og annarri vörustjórnun.

Gildi Parlogis eru:

    • Áreiðanleiki
    • Lausnir
    • Ánægja