Endursending lyfja
Parlogis tekur á móti endursendum lyfjum ef samningur er um slíkt við umboðsaðila lyfsins og endursending fellur undir neðangreindar reglur.
Með öllum endursendingum þarf að fylgja vel útfylltur endursendingarseðill. (Smelltu hér til að nálgast endursendingarseðil) Einn endursendingarseðill skal fylgja með hverri tegund endursendingar og skal frumrit seðilsins fylgja með. Hægt er að senda fyrirspurnir um endursendingar á tölvupóstfang endursendingadeildar Parlogis sem er: endursendingar@parlogis.is
Um endursendingar lyfja gilda eftirfarandi reglur:
Fyrnd lyf og lyf með knappri fyrningu
Parlogis endurgreiðir að fullu skráð sérlyf, sem seld eru með styttri fyrningu en 6 mánaða, ef þau berast innan mánaðar frá fyrningu og voru framleidd með lengri fyrningu en 1 ár.
- Skrá skal reiknisnúmer sendingar á endursendingarseðilinn.
Afskráð lyf
Afskráð lyf eru endurgreidd að fullu frá ákveðnum framleiðendum, ef þau berast Parlogis innan 3ja mánaða frá afskráningu.
Innkölluð lyf
Lyf, sem send eru til Parlogis innan mánaðar frá tilkynningu um innköllun, eru endurgreidd að fullu.
Skemmd / gölluð lyf
Skemmd og/eða gölluð lyf, sem berast Parlogis, ásamt skýringum á skemmdum og / eða galla, eru endurgreidd að fullu. Skemmdum vörum skal ekki pakka með óskemmdum vörum og skal ekki endursenda brotin ílát.
Skemmdir við flutning
Parlogis endurgreiðir að fullu þau lyf, sem skemmast í flutningi, ef þau eru endursend innan viku frá pöntun og Parlogis hefur samþykkt umræddan flutningsaðila.
Mistök í afgreiðslu
Parlogis leiðréttir mistök í afgreiðslu lyfja eins fljótt og hægt er, kaupanda að kostnaðarlausu. Rangt afgreiddum lyfjum verður þó að skila innan viku frá afgreiðslu.
Endursendingar vegna rangrar pöntunar
Parlogis endurgreiðir lyf á fullu heildsöluverði, ef eftirtalin skilyrði eru uppfyllt:
- Lyfið hefur geymsluskilyrði við stofuhita.
- Lyfinu er skilað innan viku frá pöntunardegi.
- Afrit af sölureikningi fylgir með sendingunni, eða ef númer hans skráð á endursendingarseðilinn.
- Lyfið er í heilli, órofinni pakkningu framleiðanda og engin merki eru um límmiða eða aðrar merkingar söluaðila á pakkningunni.
- Lyfjafræðingur hefur staðfest, með undirskrift á endursendingarseðilinn, að lyfið hafi verið geymt við réttar aðstæður frá móttökudegi og sé söluhæft að hans mati.
- Að lyfið sé flutt með flutningsaðila samþykktum af Parlogis.
Kælivörur/frystivörur
Kælivörur/frystivörur eru ekki teknar til baka nema sértaklega sé um það samið. Ef samþykki liggur fyrir um endursendingu á kælivöru/frystivöru skal flutningsmáti unnin í samráði við Parlogis
Aðrar ástæður
Í sérstökum undantekningartilvikum má skila lyfjum til Parlogis af öðrum ástæðum en nefndar eru hér að ofan. Áður en það er gert, skal þó hafa samband við ábyrgðarhafa Parlogis.