Endursending vara
Um endursendingar vara gilda eftirfarandi reglur. Hægt er að senda fyrirspurnir um endursendingar á tölvupóstfang endursendingadeildar Parlogis sem er: endursendingar@parlogis.is
Reglur um endursendingar vara (á ekki við lyf)
Öllum endursendum vörum þarf að fylgja endursendingarseðill, Skrá þarf reikningsnúmer á endursendingarseðilinn.
(Hægt er að nálgast endursendingarseðil Parlogis hér)
Merkja þarf sendinguna með nafni sendanda. Ekki er tekið við endursendum vörum af öðrum ástæðum en þeim, sem að hér að neðan greinir, nema um annað hafi verið sérstaklega samið.
Fyrnd vara
Fyrnd vara er ekki endurgreidd, nema sérstaklega hafi verið um það samið við söluaðila.
Skemmd / gölluð vara
Skemmd og/eða gölluð vara, sem endursend er ásamt skýringu á skemmd og/eða galla, er endurgreidd að fullu.
Innkölluð vara
Vara er endurgreidd að fullu, ef hún er endursend innan mánaðar frá tilkynningu um innköllun.
Rangar pantanir
Skila má vöru vegna rangrar pöntunar að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- Að varan hafi geymsluskilyrði við stofuhita.
- Vörunni sé skilað innan viku frá afgreiðslu og í samráði við þjónustuver Parlogis.
- Að varan sé í heilli og órofinni pakkningu frá framleiðanda.
- Útfylltur endursendingarseðill fylgi með sendingunni.
- Varan sé flutt með flutningsaðila sem Parlogis samþykkir.
Mistök í afgreiðslu
Mistök í afgreiðslu vöru frá Parlogis eru að sjálfsögðu leiðrétt eins fljótt og hægt er, kaupanda að kostnaðarlausu. Rangt afgreiddar vörur verða þó að berast innan viku frá afgreiðslu.
Skemmdir við flutning
Parlogis endurgreiðir að fullu þær vörur, sem skemmast í flutningi, ef þær eru endursendar innan viku frá pöntun og Parlogis hafi samþykkt flutningsaðilann.
Kælivörur/frystivörur
Kælivörur/frystivörur eru ekki teknar til baka nema sértaklega sé um það samið. Ef samþykki liggur fyrir um endursendingu á kælivöru/frystivöru skal flutningsmáti unnin í samráði við Parlogis